Algengar spurningar
Ullarvikan á Suðurlandi verður haldin næst árið 2026. Dagsetningar verða auglýstar árið 2025.
Nei, Ullarvikan á Suðurlandi er haldin annað hvert ár. Ullarvikan átti að vera haldin fyrst árið 2020 en Covid-19 breytti því og var henni því frestað til 2021. Svo var hún haldin aftur árið 2022 og var svo árið 2024 og verður annað hvert ár héðan í frá.
Dagskráin fyrir Ullarvikuna á Suðurlandi árið 2024 komin á vefsíðuna. Hægt að skoða í valmyndinni hér að ofan.
Námskeið, litasýning á sauðfé, markaðsdagur með matarvögnum fyrir utan, prjónakaffi í Félagsheimilinu Þingborg, prjónakvöld með fríum fyrirlestri, opnar vinnustofur og fleira.
Lokað er fyrir bókanir á námskeið en það er hægt að skoða hvaða námskeið voru í boði árið 2024 í valmyndinni hér að ofan.
Ullarverslunin Þingborg, Uppspuni – Smáspunaverksmiðja, Feldfé, Hespuhúsið og Spunasystur standa að baki skipulagi Ullarvikunnar.