Islenska

Uppspuni

Uppspuni er smáspunaverksmiðja. Sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Hjónin Hulda Brynjólfsdóttir og Tyrfingur Sveinsson bændur í Lækjartúni eiga og reka verksmiðjuna heima á búi sínu samhliða búskap með sauðfé og holdakýr.

Spunaverksmiðjan tók til starfa 1. júlí 2017 og var opnuð formlega 17. mars 2018, þá einnig með lítilli verslun á efri hæð verksmiðjunnar.

Í Uppspuna vinna hjónin nánast alla ull af kindunum sínum, búa til garn í nokkrum ólíkum grófleikum, gera ýmsa aukahluti úr ull og hafa fengið ættingja, nágranna og vini til að koma með ýmiskonar handverk í búðina og hafa þar til sölu.

Hér er boðið upp á kynningu á því sem fer fram í verksmiðjunni, en einnig ýmsan fróðleik um íslensku sauðkindina, ullina af henni, hvað má gera úr henni og hvað hefur verið gert úr henni hingað til.

Uppspuni býður upp á að fólk komi með ull af sínum eigin kindum í verksmiðjuna og fá hana unna í garn.


Uppspuni.is


Uppspuni á facebook

IMG_0809-1024x683
IMG_0797-1024x683
Uppspuni-Lógó

Previous
Next